Aðgerðir sveitarfélagsins
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti á fundi sínum þann 2. apríl aðgerðir til að bregðast við efnahagslegum afleiðingum Covid-19 faraldursins. Um er að ræða fyrstu aðgerðir og verða þær endurskoðaðar reglulega eftir því sem áhrifin skýrast.
Innheimta gjalda
Fyrirtæki sem orðið hafa fyrir verulegum áhrifum vegna Covid-19 geta sótt...
Góð gjöf frá Hirðingjunum
Okkur á Skjólgarði barst gjöf frá Hirðingjunum en við fengum fjóra Lazy-Boy stóla að gjöf. Þeir munu svo sannarlega nýtast okkar heimilismönnum og lífga upp á sólstofuna. Gott er að eiga Hirðingjana að sem eru dyggir stuðningsaðilar Skjólgarðs.
Bestu kveðjur Jóhanna Sigríður Sveinsdóttir
Helst langar MIG aldrei að verðahlýtt á tánum aftur
viðtal við Almar Atlason listmálara
Almar Atlason, listmálari, segist hvergi hafa fengið eins höfðinglegar móttökur og í Hornafirði, hann sé haldinn athyglissýki á lokastigi, og elski umtal og áhorf. Safnvörður Svavarssafns tók hann í viðtal fyrir Eystrahorn til að kynna næstu sýningu safnsins, en líkast til hafa fjölmargir Hornfirðingar þegar orðið varir við...
Menningarhátíð í Nýheimum
Föstudaginn 13. mars var mikið um dýrðir hér í Sveitarfélaginu Hornafirði, en þá var haldin vegleg menningarhátíð Sveitarfélagsins í Nýheimum, þar voru afhentir styrkir og viðurkenningar sveitarfélagsins. Alls voru 28 styrkir veittir, það voru styrkir menningarmálanefndar, bæjarráðs, fræðslu- og tómstundarnefndar, sem og styrkir úr atvinnu- og rannsóknarsjóði. Matthildur Ásmundardóttir bæjarstjóri setti hátíðina og kom fram í máli...
Málfríður malar, 15. júní
Hellú hellú Málfríður hér, í sólinni á Tene. Ég mátti til með að láta ykkur vita hvar ég er þessa stundina þannig að ég hef varla tíma til að skrifa því það er svo mikið að skoða hér og vitanlega njóta lífsins lystisemda með áti á erótískum ávöxtum og drykkju á sértstökum sparidrykkjum. Ekki má nú gleyma...