FERÐAÞJÓNUSTA Í ÖRUM VEXTI – HVERNIG GETUM VIÐ HAFT ÁHRIF Á ÞRÓUN FERÐAÞJÓNUSTU Í HEIMABYGGÐ OG HVERT VILJUM VIÐ STEFNA ?
Í tilefni af aðalfundi FASK, sem haldinn verður í dag fimmtudag 27. Apríl að Smyrlabjörgum kl 17:00, er gott að horfa fram á veginn og velta fyrir sér hvernig málefni ferðaþjónustunnar getur haft áhrif á samfélagsþróun í Austur - Skaftafellssýslu. Árið 2023 er gert ráð fyrir að ferðamenn verði rúmlega 2 milljónir en þeir verði jafnvel tvöfalt...
Bókakynning og ljóðalestur í Þórbergssetri á Hala
Bókaútgáfa Félags ljóðaunnenda á Austurlandi og önnur starfsemi félagsins verður kynnt í Þórbergssetri á Hala sunnudaginn 30. apríl 2023. Dagskráin hefst klukkan 13:30 og lýkur klukkan 15:30. Stjórn félagsins stendur að kynningunni í samstarfi við Þorbjörgu Arnórsdóttur, forstöðumann Þórbergsseturs. Eftirtalið stjórnarfólk kemur fram á samkomunni og segir frá bókum félagsins og flytur ljóð úr þeim: Arnar Sigbjörnsson...
Ekki vera í kassanum!
Bifvélavirkjameistarinn og smiðurinn Gunnar Pálmi Péturson situr sjaldan auðum höndum. Hann byrjaði sem ungur strákur að prófa sig áfram með vélar og tæki, ávalt með það markmið að gera hlutina betri, gera þá að sínu. Hjólum breytti hann til þess að gera hraðari, eða flottari og hann hefur haldið því áfram fram til dagsins í dag. „Ég...
Útskrift frá FAS 20. maí
Laugardaginn 20. maí verður útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast ellefu stúdentar, einn nemandi af framhaldsskólabraut og einn nemandi úr Vélstjórn A. Athöfnin fer fram í Nýheimum og hefst klukkan 14.
Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Það væri gaman ef þeir sem eiga útskriftarafmæli mæta.
Betur gert, flokkað og merkt
Í upphafi árs tóku gildi ný lög um meðhöndlun úrgangs á Íslandi sem eru gjarnan kölluð hringrásarlögin. Í þeim er meðal annars kveðið á um að flokka eigi í fjóra flokka við heimili og á vinnustöðum í þéttbýli og fleiri flokka á grenndarstöðvum. Auk þess verða merkingar samræmdar um allt land til að tryggja að við flokkum...