ADHD við upptökur í Hafnarkirkju „Aldrei neinir tónleikar eins“
Blaðamaður fór og hitti hljómsveitina ADHD í Hafnarkirkju síðastliðinn laugardag en hún var þar við upptökur á sinni áttundu plötu. Hljómsveitin ADHD er vel kunnug í jazz heiminum og hefur hlotið verðskuldaða athygli fyrir tónlist sína. ADHD á rætur að rekja til Hornafjarðar, en bræðurnir Ómar og Óskar Guðjónssynir eru ættaðir héðan og hafa eytt töluverðum tíma...
Guðmundur Reynir valinn í u15 ára landsiðið
Dagana 20. – 24. september hélt undir 15 ára landslið Íslands til Finnlands að spila tvo æfingarleiki við heimamenn í Finnlandi. Leikirnir fóru fram í Mikkeli.
Ungmennafélagið Sindri átti þar glæsilegan fulltrúa. Guðmundur Reynir Friðriksson markmaður úr 3 flokki Sindra var valinn í hópinn eftir flotta frammistöðu með Sindra liðinu.
Guðmundur var í byrjunarliðinu í seinni leik...
Opin ráðstefna um almannavarnir og skipulag
Samtök sunnlenskra sveitarfélaga, lögreglustjórinn á Suðurlandi og lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum í samstarfi við Skipulagsstofnun standa að ráðstefnu um almannavarnir og skipulag sem fram fer á Hótel Selfossi þann 17. maí nk. kl 9:00 – 15.00.
Ráðstefnan er afurð íbúafunda sem haldnir voru s.l. haust í tengslum við umhverfis- og auðlindamál á Suðurlandi. Íbúar kölluðu eftir skýrari regluverki fyrir sveitarfélög, íbúa...
Horfum til framtíðar
Kæri ferðaþjónustuaðili í Sveitarfélaginu Hornafirði
Nú þegar óvissan er mikil fyrir rekstraraðila í ferðaþjónustu langar stjórn Ferðamálafélags Austur-Skaftafellssýslu (FASK) að boða til vinnufundar í byrjun október. Vinnufundinum er ætlað að skila hugmyndum og tillögum að úrræðum/lausnum fyrir ferðaþjónustuaðila. Hvað getum við gert sjálf sem atvinnugrein? Geta opinberir aðilar gert eitthvað til að aðstoða fyrirtæki...
Málfríður malar, 17. ágúst
Í dag ætla ég að hrósa, mér finnst svo dásamlegt þegar samfélagið tekur höndum saman og gerir bæinn okkar fallegri í dag en í gær. Í dag tók ég eftir frábærri viðbót, en það var þessi áttaviti eða hvað ég á að kalla þetta. Ég sá mjög fljótlega að þetta hafi verið sett upp til að vísa...