Fyrir jól-Fyrir jól
Fyrst vil ég gjarnan orða þakklæti mitt fyrir að fá að gera það sem ég er að gera, að vera skólameistari í FAS og kynnast Höfn frá þeim sjónarhóli. Við hjónin, undirrituð og Tim Junge, fluttum hingað haustið 2018 og ætluðum að vera í hér í eitt ár, en Höfn heillaði og við erum hér enn. ...
„Enn hefur líf mitt lengst um heilan dag“
Íslenskur málsháttur hermir okkur að allt sé fertugum fært og sannarlega hefur fertugt fólk safnað sér þroska og reynslu sem léttir þeim lífsglímuna allajafna. Með betri lífskjörum og lækningum en áður þekktist, lifa menn við meiri andlegan og líkamlegan þrótt. Það er spurning fyrir kór eldriborgara að endurskoða textann í gömlu húsgangsvísunni, sem kórinn syngur um æfiskeið...
Fjárfest í innviðum og þjónustu við íbúa
Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Hornafjarðar var lögð fyrir bæjarstjórn til síðari umræðu miðvikudaginn 14. desember. Fjárhagsáætlun næsta árs einkennist af forgangsröðun fjármuna til innviðauppbyggingar og þjónustu við íbúa. Gert ráð fyrir að rekstrarniðurstaða næsta árs hjá samstæðu verði jákvæð sem nemur 238 milljónum króna.
Rétt forgangsröðun
...
Sorphirðukönnun – Þrjár eða fjórar tunnur við heimili?
Á nýju ári verður sveitarfélögum skylt að safna fjórum úrgangsflokkum við hvert heimili í þéttbýli þ.e. pappa og pappír, plasti, matarleifum og blönduðum úrgangi. Úrgangsflokkarnir verða að vera aðskildir við söfnun og því er nauðsynlegt að gera breytingar á núverandi fyrirkomulagi. Söfnunina má framkvæma með ýmsum hætti og því vill sveitarfélagið kanna afstöðu íbúa í þéttbýli...
„Skylt er að hafa það heldur er sannara reynist“
Það er gott að geta gripið til þessara orða Ara fróða þegar mikið liggur við.
Í síðasta blaði Eystrahorns birtist á forsíðu grein Hjördísar Þóru Sigurþórsdóttur um gjöf Verkalýðsfélags Jökuls til Félags eldri Hornfirðinga sem ekki var minnst á í 40 ára afmælisriti félagsins. Ég þakka Hjördísi Þóru kærlega fyrir athugasemdina.
Það er nú svo að greinin...