Strandhreinsun á Breiðamerkursandi
Síðastliðinn laugardag, þann 16. september, á Degi íslenskrar náttúru fór fram viðamikil strandhreinsun á Breiðamerkursandi. Ákveðið var að byrja á hreinsun strandlengjunnar frá Reynivallaós í austri og að Jökulsá í vestri sem varð hluti að Vatnajökulsþjóðgarði í sumar.
Þátttaka var góð, en um 50 vaskir sjálfboðaliðar mættu og létu til sín taka og þökkum við þeim kærlega fyrir komuna. Mikil...
Fyrir 25 árum: „Leitað að jarðhita“
Birtist í 4. tölublaði Eystrahorns, fimmtudaginn 30. janúar 1992
Jarðhitaleit er fyrirhuguð hér í sýslunni á næstunni. Hér er um forrannsóknir að ræða sem Sýslunefnd Austur-Skaftafellssýslu stendur að og eiga þær sér all langan aðdraganda. Boraðar verða 25-28 holur, víðs vegar um sýsluna, hver um sig 50-60 metra djúp og þriggja til fjögurra tommu víð. Á jarðfræðingamáli nefnast slíkar holur hitastigulsholur.
Hvort...
Styrkur til þróunar náms
Miðvikudaginn 30. ágúst var skrifað undir samning um styrkveitingu til að þróa nám í afþreyingarferðaþjónustu. Styrkurinn er undir merkjum menntaáætlunar Evrópusambandsins, Erasmus + og er til þriggja ára. Styrkupphæð er um 45 milljónir og er þetta hæsti styrkur sem var veittur á vegum menntaáætlunarinnar í ár á Íslandi.
Samstarfslöndin eru Ísland, Skotland og Finnland. Auk FAS koma Rannsóknasetur Háskóla Íslands...
Skilaboð frá krökkunum til ökumanna
Nú er nýafstaðin umferðarvika, 4. til 9. september, í leikskólanum Sjónarhól. Unnu krakkarnir þar samviskulega að verkefnum tengdum umferðaröryggi auk þess sem lögreglan kíkti í heimsókn. Þá könnuðu krakkarnir bílbeltanotkun á gatnamótum Hafnar- og Víkurbrautar. Kom sú könnun ekki nægilega vel út að þeirra mati og vilja krakkarnir beina því til ökumanna og farþega í bifreiðum að nota bílbelti....
Fyrir 30 árum: „Framhaldsskóli settur“
Birtist í 33. tölublaði Eystrahorns, fimmtudaginn 17. september 1987
Mánudagurinn 14. september var merkisdagur í sögu Suðausturhornsins. Þá var settur í fyrsta skipti Framhaldsskóli Austur-Skaftafellssýslu. Eins og við var að búast fór skólasetningin fram með óhefðbundnum hætti, en minnti allnokkuð á setningu annarra skóla af svipuðu tæi. Zophonías Torfason, skólameistari, hélt ræðu þar sem hann gerði grein fyrir tilhögum vetrarstarfsins...