Breytingar í sorphirðu og nýtingu lífræns úrgangs í dreifbýli
Þessa dagana er verið að vinna að breytingum í sorpmálum svo hægt sé að nýta sem mest af sorpi sem kemur frá heimilum til endurvinnslu. Mikilvægt að hagræða sem best í málaflokknum því sveitarfélagið má ekki greiða með sorpurðun og hirðingu skv. lögum nr. 55/2003.
Helstu breytingar sem koma að heimilum/íbúum í dreifbýli er að almenna tunnan stækkar í 240...
Uppskeruhátíð mfl. kk og kvk var haldin laugardaginn 23. sept sl í Pakkhúsinu
Maturinn var ekki af verri endanum frekar en fyrri daginn því boðið var upp á hægeldaðan nautahrygg með trufflu kartöflugratíni og chilli bearnaise og súkkulaði gott í eftirrétt.
Allmargar stelpur og strákar voru að spila sinn fyrsta leik fyrir mfl. og fengu þau öll rós að launum. Veittar...
Bleika slaufan – Aukin áhersla á stuðning, fræðslu og ráðgjöf
Líkt og undanfarin 10 ár tileinkar Krabbameinsfélag Íslands októbermánuð baráttu gegn krabbameini hjá konum. Söfnunarfé Bleiku slaufunnar í ár rennur til Ráðgjafarþjónustu félagsins með það að markmiði að efla stuðning, fræðslu og ráðgjöf til einstaklinga um allt land sem greinast með krabbamein og aðstandenda þeirra. Í Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins er boðið upp á fræðslu, upplýsingar, ráðgjöf og stuðning við fólk sem...
Á sjó – Áhugavert erindi í Gömlubúð á föstudag
Edward Huijbens prófessor við Háskólann á Akureyri fór haustið 2016, ásamt um 600 nemum, í 18.000 sjómílna ferðalag. Ferðin tók fjóra mánuði í 24.000 tonna fljótandi háskóla. Heimsótt voru 12 lönd og siglt um fimm af heimshöfunum sjö.
Edward mætir í Gömlubúð föstudaginn 13. október klukkan 17:30 til að segja frá ferð sinni. Í erindinu segir hann ferðasögu sína og...
Stefán Sturla les úr ný útkominni bók
Föstudagshádegin í Nýheimum hafa hafið göngu sína eftir sumarhlé. Á morgun föstudaginn 13. mun Stefán Sturla, sem margir Hornfirðingar kannast við, lesa úr ný útkominni spennusögu sinni "Fuglaskoðarinn", segja frá tilurð bókarinnar og árita og selja bókina á staðnum.
Stefán Sturlu þarf vart að kynna fyrir Hornfirðingum. Hann kom hingað ungur maður á vertíð og ílengdist. Hann hóf sambúð með...