Náttúrulögmálin: Upplestrarferðin
Í tilefni útgáfu skáldsögunnar Náttúrulögmálin, sem kom út hjá Máli og menningu þann 19. október síðastliðinn, ætlar höfundurinn Eiríkur Örn Norðdahl að haga sér einsog sveitaballapopparinn sem hann hefur alltaf dreymt um að vera og rúnta eftir öllum fjörðum, dölum, eyrum og annesjum með skemmtidagskrá og skottið fullt af bókum. Hann verður á Höfn í Hornafirði ásamt...
Menningarverðlaun Suðurlands 2023
Menningarmiðstöð Hornafjarðar hlýtur Menningarverðlaun Suðurlands árið 2023 en viðurkenningin var veitt á ársþingi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) í Vík 26. október sl. Í rökstuðningi dómnefndar segir að Menningarmiðstöð Hornafjarðar hafi unnið glæsilegt starf í þágu menningar í Sveitarfélaginu Hornafirði og gefið einstaklega jákvæða mynd af Austur- Skaftafellssýslu, menningu og menningararfi sýslunnar. Verðlaunin eru samfélags- og hvatningarverðlaun SASS...
Bráðskemmtilegur fjölskylduvænn söngleikur
Nú styttist óðum í frumsýningu á hinum sívinsæla fjölskyldusöngleik Galdrakarlinum í Oz. Verkið er sett upp í Mánagarði í samstarfi leikfélags Hornafjarðar við FAS. Flestir ættu nú að kannast við hinar ýmsu sögupersónur sem eru á kreik í Oz og nágrenni en sem dæmi má nefna Dórótheu, hundinn Tótó, fuglahræðuna, járnkarlinn, ljónið, góðu norðannornina, vondu vestannornina og...
Íslandsmót 5. deildar karla á Silfurnesvelli
Dagana 12. – 14. ágúst var mikið líf og fjör á Silfurnesvelli þegar Íslandsmót 5. deildar karla í golfi var haldið á vellinum. Keppendur komu víða að, frá Ólafsvík, Grundafirði, Dalvík og Egilsstöðum. Í sveit GHH voru þeir Halldór Sævar Birgisson, Halldór Steinar Kristjánsson, Óli Kristján Benediktsson, Jón Guðni Sigurðsson, Kristinn Justiniano Snjólfsson og Sindri Ragnarsson. Fyrirfram...
Hljómsveitin Fókus sigurvegarar Músíktilrauna
Það má með sanni segja að Hornfirðingar séu ríkir af hæfileikaríku ungu tónlistarfólki. Laugardaginn 1. apríl síðastliðinn áttu Hornfirðingar fulltrúa í tveimur stórum tónlistarkeppnum. Ísabella Tigist Feleksdóttir tók þátt í Söngvakeppni framhaldsskólanna fyrir hönd FAS þar sem hún flutti lagið all the pretty girls með Kaleo, Ísabella flutti lagið glæsilega og var FAS til mikils sóma. Rokkhljómsveitin...