Fyrir 30 árum: „Framhaldsskóli settur“
Birtist í 33. tölublaði Eystrahorns, fimmtudaginn 17. september 1987
Mánudagurinn 14. september var merkisdagur í sögu Suðausturhornsins. Þá var settur í fyrsta skipti Framhaldsskóli Austur-Skaftafellssýslu. Eins og við var að búast fór skólasetningin fram með óhefðbundnum hætti, en minnti allnokkuð á setningu annarra skóla af svipuðu tæi. Zophonías Torfason, skólameistari, hélt ræðu þar sem hann gerði grein fyrir tilhögum vetrarstarfsins...