Fjölþjóðaeldhús fór fram á Hafinu þann 24. september síðastliðinn og var þetta í annað sinn sem slíkt er haldið. Þemað að þessu sinni var pólsk matargerð og sáu þau Aleksandra Katarzyna, Kacper Swiercz, Jolanta Swiercz, Carmen Diljá Eyrúnardóttir og Joanna Skrzypkowska um matargerðina.
Einnig voru sýndar stuttmyndirnar “Druciane oprawki” eða Lopa tannhjól eftir Bartosz Kedzierski, og “Reykjavik Street Art” eftir Krzysztof Jerzy Smierzchala.
Síðan léku Luiz Carlos Trinidade da Silva, Amylee V. og Alexandra da Silva Trinidade, Ella Rabanez og Dagmar Lilja Óskarsdóttir tónlist fyrir gesti.
Kvöldið var vel heppnað, og þakkar Fjölmenningarstofa og Menningarmiðstöð Hornafjarðar öllum sem hjálpuðu til og vonast til að sjá ykkur aftur sem fyrst.