Fjáröflun fyrir æfingarferð 3. og 4.flokk Knattspyrnudeildar

0
222

Þessa dagana eru 3.-og 4.fl kvenna og karla í knattspyrnu á fullu að afla fjár fyrir æfingaferð til útlanda sumarið 2024. Ljóst er að æfingaferðir til útlanda eru kostnaðarsamar og var því ekki eftir neinu að bíða en að byrja tímanlega. Þau hafa verið dugleg að ganga í hús og selja hinn ýmsa varning og eru þau að fara síðustu ferðina sína á þessari önn fyrir páska. Hópnum hefur verið tekið frábærlega og þökkum við ykkur Hornfirðingar kærlega fyrir það! Hópurinn er stór, samheldinn og áhugasamur og hefur verið að standa sig frábærlega í iðkun sinni og má sjá á meðfylgjandi mynd hópinn ásamt þjálfurum eftir ReyCup síðasta sumar þar sem stelpurnar náðu sér í bikar í sínum flokki og strákarnir náðu einnig topp sæti í sínum riðli.
Með liðsanda og liðsheild í fararbroddi er framtíðin björt!
Takk fyrir stuðninginn! Áfram Sindri!