Dagur Tónlistarskólanna er 7. febrúar sem er fæðingardagur Gylfa Þ. Gíslasonar fyrrverandi menntamálaráðherra. Litið er á hann sem „föður“ íslenska tónlistarskólakerfisins vegna framgöngu hans á 7. áratug síðustu aldar um fyrstu lög um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla.
Af því tilefni ætlar Tónskóli A-skaft. að halda upp á þann dag n.k. laugardag 26. febrúar og bjóða gestum og gangandi á tónleika, slagverksæfingu og spurningakeppni. Við munum byrja með tónleika kl. 11:00 – 11:45 þá bjóðum við upp á spurningakeppni fyrir alla. Svo verða aðrir tónleikar kl. 12:00 – 12:45 og þá bjóðum við upp á slagverks hópa sem skipaðir verða nemendum og gestum. Kl. 13:10 verða 3. tónleikarnir sem enda með spurningakeppni. Nánari uppl. um tónleikana má finna á fréttasíðunni á heimasíðu tónskólans – www.hornafjordur.is/þjónusta/tónskóli
Við hvetjum fólk til að mæta og taka þátt í þessum degi okkar. Húsið er opið fyrir alla þennan tíma og fólk má koma og fara að vild. Engar fjöldatakmarkanir verða en grímuskylda.