Brynja Dögg ráðin umhverfis- og skipulagsstjóri

0
1733

Brynja Dögg Ingólfsdóttir var ráðinn umhverfis- og skipulagsstjóri sveitarfélagsins eftir ráðningaferli hjá Capacent.
Brynja Dögg hefur tekið til starfa sem umhverfis- og skipulagsstjóri hjá Sveitarfélaginu Hornafirði. Brynja hefur lokið BSc í umhverfisskipulagi frá Landbúnaðarháskóla Íslands og er að ljúka mastersnámi í skipulagsfræðum við sama háskóla. Auk þess hefur Brynja lokið einu ári í landupplýsingakerfum við Háskólann í Lundi í Svíþjóð.
Síðustu 13 ár hefur hefur Brynja starfað við skipulagsgerð, umhverfismat áætlana og mat á umhverfisáhrifum framkvæmda hjá EFLU og Landform.
Brynja hefur í starfi sínu öðlast víðtæka reynslu af skipulagsmálum í gegnum skipulagsvinnu fyrir ólík sveitarfélög og fyrirtæki ásamt góðri þekkingu á laga- og stjórnsýsluumhverfinu sem unnið er eftir í skipulags-, umhverfismats- og leyfismálum. Þá er hún einnig vel að sér í umhverfismálum og mati á umhverfisáhrifum bæði í gegnum nám og störf.
Brynja tók til starfa 1. mars og bjóðum við hana velkomna til starfa.