Breytingar á opnunartíma íþróttahússins við Heppuskóla

0
611

Sveitarfélagið hefur tekið þá ákvörðun að lengja opnunartíma íþróttahússins við Heppuskóla og hjálpar það Ungmenna­félaginu Sindra að bæta þjónustuna við fólk á öllum aldri. Nú er íþróttahúsið opið frá
kl. 10:00-18:00 bæði laugardaga og sunnudaga og hefur stundataflan verið uppfærð samkvæmt því. Því miður hafa hádegistímar félagsins dottið niður vegna hertra sóttvarnaraðgerða en félagið hefur reynt að koma til móts við sem flesta með því að nýta helgarnar. Íþróttalíf veltur alltaf á þeim sem stunda íþróttir og þeim sjálfboðaliðum sem koma að starfinu. Ungmennafélagið Sindri hefur á að skipa frábærum sjálfboðaliðum og verður þeim seint fullþakkað fyrir það starf sem þeir sinna í þágu félagsins. Ég vil því nota tækifærið og þakka öllum sem hafa lagt hönd á plóg í sumar og undanfarin ár að byggja upp öflugt íþróttalíf í sveitarfélaginu og vonast til áframhaldandi samstarfs.

Virðingarfyllst
Lárus Páll Pálsson
Framkvæmdastjóri UMF. Sindra