Blakdeildin með silfur og brons á Íslandsmóti

0
906
Á myndina vantar Matthildi Ásmundardóttur og Þórgunni Torfadóttur.

Helgina 16. og 17. mars léku kvenna- og karlalið Blakdeildar Sindra til úrslita í deildakeppni Blaksambands Íslands en bæði liðin spiluðu í 3. deild þetta árið. Deildakeppnin er leikin í tveimur túrneringum yfir veturinn og að þeim loknum raðast liðin í A og B úrslit. Úrslitakeppnin fer svo fram í þriðju og síðustu túrneringunni.
Það er skemmst frá því að segja að bæði liðin stóðu sig vel. Kvennaliðið endaði í 2. sæti og fer upp í 2. deild á næsta keppnistímabili og karlaliðið tók bronsið og leikur áfram í 3. deild.