Björgvin Heiðraður silfurmerki KKÍ

0
227

Björgvin Erlendsson hefur sinnt sjálfboðaliðastörfum fyrir körfuknattleiksdeild Sindra um áraraðir. Allt frá því að standa vaktina í sjoppunni, standa fyrir fjáröflunum, sinna stjórnarstörfum og allt þar á milli. Ungmennafélög þurfa að stórum hluta að treysta á sjálfboðaliða í sínu starfi svo allt gangi smurt og eru fólk eins og Björgvin sem leggja allt sitt af mörkum fyrir sitt lið ómetanlegt fyrir íþróttafélög. Á dögunum hélt Körfuknattleikssamband Íslands sitt 55. ársþing þar sem Björgvin var heiðraður silfurmerki KKÍ fyrir áralangt og óeigingjarnt starf í þágu körfuboltans.