Þann 6.janúar síðastliðinn gat kvenfélagið Ósk loksins haldið sitt árlega þrettándabingó eftir þriggja ára hlé. Að vanda brugðust fyrirtæki innan og utan sveitarfélagsins vel við og gáfu veglega vinninga á bingóið. Þetta kvöld spiluðu um 70 manns bingó og snæddu svo kaffiveitingar í boði sveitunga að bingói loknu. Kvenfélagið Ósk vill þakka þeim fjölmörgu fyrirtækjum sem gáfu vinninga á bingóið og sveitungum sínum að hjálpa til með bakkelsið. Ágóðinn mun renna til góðra mála innan sveitarfélagsins.
Meðfylgjandi eru myndir frá bingóinu.
Kvenfélagið Ósk