Álftatalningar í Lóni

0
775
Hópurinn ásamt Kristínu og Birni

Nemendur í auðlinda- og umhverfisfræði fór í vettvangsferð í Lón þann 17. mars s.l. og var aðal tilgangurinn að telja álftir við Lónsfjörð. Með í för voru þau Björn Gísli frá Fuglaathugunar­stöð Suðausturlands og Kristín frá Náttúrustofunni. Á leiðinni austur var komið við á urðunarstað sveitarfélagsins í Lóni. Þar tók á móti hópnum Anna Ragnarsdóttir Pedersen umhverfisfulltrúi hjá sveitarfélaginu. Hún sagði hópnum frá urðunarmálum og hvernig ganga þarf frá rusli þegar það er urðað. Einnig mikilvægi þess að allir vandi vel flokkun á rusli til að sem minnst þurfi að fara á urðunarstaðinn.
Því næst var ferðinni heitið í fjöruna neðan við Hvalnes en þar er fyrsti talningarstaður í álftatalningum. Þar voru nú engar álftir en nokkuð var af æðarfugli á lóninu.

Nemendur tíndu einnig rusl í ferðinni

Á næsta talningarstað sem er við útsýnispallinn við fjörðinn voru heldur engar álftir að sjá. Þaðan var svo gengið í áttina að Vík og allt rusl tínt. Mest er af alls kyns plastrusli en einnig drasl sem er greinilega hent út úr bílum. Það er ótrúlegt að fólk sem á leið hjá skuli henda drykkjarumbúðum út um gluggann og þá vöktu tvær notaðar barnableiur ekki síður athygli hópsins.
Það var ekki fyrr en komið var á síðasta talningarstaðinn að álftir sáust og voru taldir þar 310 fuglar. Í síðustu viku var þar svipaður fjöldi fugla.
Ferðin gekk ljómandi vel og ekki spillti gott veður fyrir.