Haldin var hátíð í tilefni 113 ára afmælis Svavars Guðnasonar föstudaginn 18.nóvember í fyrsta sinn eftir Covid. Áður en vírusinn takmarkaði skemmtanahald voru oft haldnir tónleikar í safninu á afmælisdegi hans, en nú hefur sú hefð verið enduruppvakin, og spilaði Ekrubandið inn í listasalnum við mikinn fögnuð gesta. Eftir tónleikana vísaði safnvörður fólki um ráðhúsið og sagði frá stöku málverkum. Í ráðhúsinu er mikið af verkum í eigu safnsins, eftir þekkta íslenska listamenn á borð við Ásgrím Jónsson, Jón Þorleifsson og auðvitað Svavar Guðnason, og líka verk eftir Hornfirðinga og aðra sem tengjast Austur-Skaftafellssýslu með einhverjum hætti.
Þó nokkuð viðburðahald var í Svavarssafni þessa vikuna miðað við vanalega, en leikfélag Hornafjarðar leiklas Gullna hliðið á miðvikudeginum í tilefni degi íslenskrar tungu.