Stuttmyndin Hreiður

0
405

Góðar fréttir eru af stuttmyndinni HREIÐUR eftir Hlyn Pálmason sem tekin upp var á Hornafirði.
Hún hefur verið valin inná fjöldan allan af virtum hátíðum frá því hún var frumsýnd á Berlinale í Febrúrar, t.a.m. Karlovy Vary, Curtas Vila do Conde, Odense, San Sebastian, og Nordisk Panorama. Einnig hefur hún selst til dreifingar víðsvegar um heiminn, t.d. til MUBI, WDR/Arte, og í Criterion Platform.
HREIÐRIÐ vann nýverið aðalverðlaunin á Odense kvikmyndahátíðinni í Danmörku og er þar með komin í forvalið fyrir Evrópsku kvikmyndaverðlaunin: Odense Short Film Candidate – European Film Academy.
Þetta eru þriðju verðlaunin, en áður vann hún Sprettfiskinn á Stockfish kvikmyndahátíðinni í Reykjavík, og aðalverðlaunin á Curtas Vila do Conde í Portúgal: Detail News – Awards Curtas Vila do Conde 2022.