Hús Kveðja

0
519

Laugardaginn 21. maí næstkomandi verður sýningin Hús Kveðja eftir listakonuna Evu Bjarnadóttur. Sýningin er með byggðasögulegu ívafi því titillinn er sóttur í hefðina kringum húskveðjur, og innblástur hennar er gamla vöruhús Kaupfélagsins á Fagurhólsmýri. Ýmsir viðburðir verða haldnir í tengslum við hátíðina sem íbúar Hornafjarðar ættu að geta lesið í bæklingi sem sendur var út í vikunni. M.a. má nefna dansgjörninga, umræður heimspekinga og listamanna, að ónefndri sögugöngunni sem Eva leiðir út í Salthöfða helgina eftir opnun, en sama dag verður haldin húskveðju-gjörningur í gamla vöruhúsinu. Það mætti því segja að bæði sé um að ræða sýningu sem stendur yfir í stuttan tíma (21.maí til 10. júní) og litla listahátíð sem haldin er bæði á Höfn og í Öræfum næstu fjórar vikur.