Eyjólfur Aiden er 17 ára gamal og hefur verið búsettur síðastliðið ár hér á Hornafirði. Hann á ættir að rekja hingað en amma hans og afi eru Guðlaug Hestnes og Örn Arnarson eða Gulla og Brói eins og þau eru oftast kölluð. Eyjólfur fæddist á Akureyri en fluttist nokkura mánaða gamall til Ameríku með foreldrum sínum og hefur búið þar síðan. En hann átti sér draum að fá að prófa að búa á Íslandi hjá ömmu og afa, hann hefur verið alinn upp við bæði íslenska og ameríska siði og er heimilið hans úti mjög íslenskt og halda þau bæði íslensk og amerísk jól. Helsti munurinn sé í raun bara veðrið. Ritstjóri ákvað að heyra aðeins í Eyjólfi og forvitnast hvernig honum hefur líkað Íslandsdvölin.
Af hverju langaði þig að koma og prófa að búa á Íslandi?
Ég kom til Íslands til að vera með amma og afi. Ég vildi læra tungumálið og að skrifa betur. Ég vildi prufa að vera í skóla, og allt sem fólk gerir á aldurinn minn. Ég vildi bara að vera Íslendingur.
Hvernig hefur þér líkað að búa á Höfn?
Það er búinn að vera frábært. Þetta er mjög öðruvísi en Ameríku. Ég bjó í borg sem er að vera svona 600 þúsund manns. Og að koma til bær sem er svona 2000 manns er mjög skrítið. Að koma inni samfélagið var ekki svo erfitt. Ég var að vinna þegar ég kom, og það hjálpaði. Ég er búinn að taka þátt í svo mikið. Ég er tæknimaður í leikritið. Ég tek upp stuttmyndir með vinir. Og ég er búinn að ferðast hring um landið.
Hvað er ólíkt við lífið á Höfn og svo í Bandaríkjunum?
Ég er frjáls hérna á Höfn. Ég er að fara út og gera eitthvað. Ég er að keyra og vinna. Ég má gera miklu meira hérna á Íslandi en ég má í Ameríku. Námið er öðruvísi. Hérna ég er í framhaldsskóla sem er College í Ameríku. Ég má ráða hvað ég vil taka. Það er engin fast food hérna á Höfn eins og það er í Ameríku. Ég er að tala um Panda Express, McDonalds, eða Taco Bell. Ég sakna þess stundum en það er betur fyrir mig. Ég var að borða of mikið fast food.
Hvar sérðu fyrir þér að vera í framtíðinni?
Ég er ekki svo viss. Ég elska að vera hérna á Íslandi en lífið mitt er í Kaliforníu. En hver veit, ég mun kannski flytja hérna eftir ég er búinn með skólann úti.