Salan hefur gengið vel hjá Hirðingjunum í ár og við höfum gefið margar góðar gjafir. Á fyrri hluta árs gáfum við húsgögn í setustofu hjúkrunardeildarinnar. Við fengum góðan styrk frá velunnara okkar og gátum keypt nýtt sjónvarp og hljóðkerfi á hjúkrunardeildina. Í sumar gáfum við 4 lazyboy stóla í sólstofu deildarinnar og 2 lazyboy stóla á dvalardeildina. Nú í desember er verið að gefa húsgögn í dagvist Ekrunnar.
Við viljum þakka eigendum Skinneyjar-Þinganess fyrir að leyfa okkur að vera í húsnæði á þeirra vegum. Eins viljum við þakka Benna hennar Ólafar fyrir lán á pallbílnum til að flytja dót en það hefur verið ómetanleg hjálp.
Eins viljum við þakka ykkur kæru sveitungar fyrir tryggðina við okkur og við vonumst eftir að hitta ykkur á nýju ári.
Fyrir hönd Hirðingjanna
Elísabet Einarsdóttir