Úr sársauka í styrk

0
1069

Kæru Hornfirðingar.
Eins og mörg ykkar vita greindist Ægir Þór yngsti sonur okkar Sævars árið 2016 með Duchenne sem er banvænn og ólæknandi vöðvarýrnunarsjúkdómur . Þá breyttist líf mitt að eilífu og við tók sorgarferli og ýmsar breytingar. Eftir að hafa jafnað mig á mesta áfallinu fór ég smátt og smátt að vinna mig í gegnum sorgina með því að semja ljóð. Ég fann tilgang með ljóðunum og langaði að deila þeim með öðrum og reyna þannig að veita von og kærleika út í heiminn fyrir aðra í svipaðri stöðu. Þannig varð til ljóðaverkefni sem ég er afar stolt af og nefnist : Úr sársauka í styrk.
Ég hef lært á minni vegferð að það er hægt að finna tilgang sinn þrátt fyrir mótlæti og nýta erfiðleikana til góðs, það er nefnilega alltaf eitthvað gott í öllu. Ég er því byrjuð að selja ljóðaverkefnið mitt hér á Höfn og þeir sem hafa áhuga á að kaupa það geta hringt í mig í síma 690-5770 og ég get skutlað því til ykkar. Einnig má finna mig á fés­bókinni eða senda mér tölvupóst á netfangið lukkasvans@gmail.com
Hver ljóðastandur er á 5000 kr en af hverjum seldum standi renna 1000 kr. til Góðvildar sem er stuðningsfélag langveikra barna og fjölskyldna þeirra. Það er gaman að segja frá því að ég var svo heppin að fá Erlu systur mína til að myndskreyta ljóðin á sinn einstaka hátt sem gerir þetta verkefni enn skemmtilegra og persónulegra að mínu mati.
Með von um góðar viðtökur.

Hulda Björk