Félagsmót Hestamannafélagsins Hornfirðings var haldið á félagssvæði þess að Fornustekkum dagana 20.-21. júní. Mótið tókst vel og voru skráningar 68 samanborið við 33 skráningar í fyrra og var sérstaklega gaman að sjá bæði hvað margir voru komnir annars staðar frá og að skráningar í yngri flokkum voru 15 samanborið við eina frá því í fyrra.
Á laugardeginum var riðin forkeppni, þar sem einn er inná í einu og hefur þrjá hringi til þess að setja setja saman sýningu eftir viðeigandi keppnisfyrirkomulagi. Eftir fyrri keppnisdag hittust dómarar, keppendur og allir þeir sem vildu í félagsheimilinu Stekkhól þar sem borin var fram frábær kjötsúpa í boði Hestamannafélagsins. Kvöldinu lauk svo með skemmtilegri Skógeyjarferð.
Á sunnudeginum voru riðin úrslit, þar sem að efstu hestar úr forkeppni öttu kappi þar sem sáust mörg mögnuð tilþrif og urðu úrslitin eftirfarandi:
A flokkur- Gæðingaflokkur 1
- Glæsir frá Lækjarbrekku 2 / Friðrik Reynisson 8,61
- Þytur frá Litla-Hofi / Hilmar Þór Sigurjónsson 8,48
- Matthildur frá Stormi / Einar Ben Þorsteinsson 8,45
- Gimsteinn frá Víðinesi 1 / Anja-Kaarina Susanna Siipola 8,02
- Marín frá Lækjarbrekku 2 / Hlynur Guðmundsson 0,00
B Flokkur- Gæðingaflokkur 1
- Tromma frá Höfn / Hlynur Guðmundsson 8,90
- Steinálfur frá Horni I / Ómar Ingi Ómarsson 8,48
- Lukka frá Bjarnanesi / Olgeir K. Ólafsson 8,39
- Perla frá Litla-Hofi / Katrín Líf Sigurðardóttir 8,19
- Geisli frá Miðskeri / Eydís Sigurborg Benediktsdóttir 8,02
Barnaflokkur
- Friðrik Snær Friðriksson / Jörundur frá Eystra-Fróðholti 8,38
- Elín Ósk Óskarsdóttir / Brák frá Lækjarbrekku 8,08
- Ída Mekkín Hlynsdóttir / Ör frá Hlíðarbergi 8,08
- Edda Lind Einarsdóttir Hallbac / Kredía frá Útnyrðingsstöðum 7,93
Unglingaflokkur
- Lilja Dögg Ágústsdóttir / Vinur frá Bjarnanesi 8,23
- Eyvör Stella Þ. Guðmundsdóttir / Draupnir frá Álfhólum 6,97
A flokkur ungmenna
- Mathilde Marij Nijzingh / Sveindís frá Bjargi 7,75
B flokkur ungmenna
- Mathilde Larsen / Klerkur frá Bjarnanesi 8,55
- Ólafía Ragna Magnúsdóttir / Neisti frá Fornustekkum 8,13
- Mathilde Marij Nijzingh / Bjartur frá Horni 8,07
Flugskeið 100m P2
- Friðrik Reynisson / Sleipnir frá Hlíðarbergi 8,40 sek
- Friðrik Snær Friðriksson / Huginn frá Hlíðarbergi 9,30 sek
- Gunnar Bragi Þorsteinsson / Logi frá Brekku, Fljótsdal 9,86 sek
- Þeba Björt Karlsdóttir / Gjöf frá Múla 1 10,70 sek
Gæðingatölt 17 ára og yngri
- Lilja Dögg Ágústsdóttir / Vinur frá Bjarnanesi 8,30
- Friðrik Snær Friðriksson / Jörundur frá Eystra-Fróðholti 8,26
Gæðingatölt minna vanir
- Magnús Skúlason / Stjarna frá Haga 8,26
- Jóna Stína Bjarnadóttir / Gréta frá Fornustekkum 8,23
- Mathilde marij Nijzingh / Bjartur frá Horni I 8,13
- Geir Þorsteinsson / Dreyri frá Ölversholti 8,08
- Marie Kristin / Hellir frá Horni I 7,79
Gæðingatölt meira vanir
- Hlynur Guðmundsson / Tromma frá Höfn 8,70
- Kristján Björgvinsson / Snúður frá Reyðará 8,28
- Hallgrímur Anton Frímannsson / Aríel frá Teigabóli 8,27
- Jón Birkir Finnsson / Aska frá Reyðará 8,05
- Helgi Vigfús Valgeirsson / Sókrates frá Árnanesi 7,9
Þetta var virkilega skemmtileg helgi og þökkum öllum sem komu að mótinu og vonumst eftir því að sjá sem flesta með okkur í vetur.
Kveðja
Stjórn Hestamannafélagsins