Kiwanis klúbburinn Ós gefur gjafir á Sjónarhól

0
1172

Kiwanisfélagarnir Pétur Bragason forseti hjá Kiwanisklúbbnum Ós og Kristjón Elvarsson afhentu leikskólanum Sjónarhóli ýmis leiktæki föstudaginn 14. júní. Maríanna Jónsdóttir leikstjórastjóri og Elínborg Hallbjörnsdóttir veittu gjöfunum viðtöku. Börnin vildu ólm prufa nýju hjólin og voru mjög glöð með gjafirnar.
Kiwianis eru góðgerðarsamtök sem vinna eftir einkunnar­orðunum ,, Hjálpum börnum heims” og leitast við að bæta líf og heilsu barna um allan heim og í heimabyggð.
Það stendur til að stofna kvennaklúbb í haust og eru allar konur frá aldrinum 18 ára og uppúr velkomnar að vera með og verða stofnfélagar. Nýir félagar eru líka ávallt velkomnir í Ós og best að ræða við næsta Ósfélaga um að koma á fund eða senda póst á osformulan@kiwanis.is.

BorninSjonarhol