Aðalfundur Félags eldri Hornfirðinga afstaðinn

0
1012

Aðalfundur Félags eldri Hornfirðinga var haldinn sl. sunnudag. Fram kom að starfið hefur gengið vel margt í boði til afþreyingar fyrir félagsmenn í fjölbreyttu félagsstarfi. Á fundinum var samþykkt endurnýjun á merki félagsins og ályktun um viðbyggingu við Skjólgarð svohljóðandi: Aðalfundur FeH fagnar því að stjórnvöld og sveitarfélagið hafa samþykkt byggingu á nýju hjúkrunarheimili við Skjólgarð. Það er von okkar að sú framkvæmd megi ganga hratt og örugglega fyrir sig. Framkvæmdin eykur öryggi eldra fólks sem búsett er í sveitarfélaginu. Ályktunin var send bæjarstjóra. Á döfinni hjá félaginu er m.a.: smíða minigolf, haustferð og málþing um hvernig er að eldast í sveitarfélaginu auk áframhaldandi öflugt félagstarf sem að flestir eldri Hornfirðingar ættu að kynna sér. Nýverið gaf Landsamband eldri borgara út Afsláttarbók 2019, í henni er að finna mörg fyrirtæki sem gefa afslætti, m.a. eru 11 fyrirtæki á Hornafirði. Til að njóta afslátta þarf að vera félagi í félagi eldri borgara. Félagsmenn í FeH eru um 160. Í stjórn félagsins eru : Haukur H. Þorvaldsson form. Lucía Óskarsdóttir gjaldkeri-Sigurður Hannesson ritari og varaform. Katrín Ó. Jónsdóttir – Kristín Einarsdóttir – Svava Kristbjörg Guðmundsdóttir og Hafdís Gunnarsdóttir.
Stjórnin hvetur alla 60 ára + að kynna sér starfsemi félagsins sem fram fer að mestu í félagsmiðstöð félagsins í Ekru.

Merkið-tillaga3