Leiksýningin Fílamaðurinn

0
1138
Birta og Ísar í hlutverkum sínum í Fílamanninum

Leikfélag Hornafjarðar ásamt Lista- og menningarsviði FAS munu frumsýna verkið Fílamaðurinn í Mánagarði föstudaginn 22. mars. Við birtum hér viðtal við Birtu Gunnarsdóttur og Ísar Svan Gautason, leikara í leiksýningunni.
Hver eru nöfn ykkar og hvaða hlutverki gegniðþið í leiksýningunni?
Birta: Birta Gunnarsdóttir og ég leik Kendal
Ísar: Ísar Svan Gautason heiti ég og ég leik John Merrick eða Fílamanninn.
Hversvegna ákváðu þið að taka þátt í þessu verki?
Birta: Ég tek alltaf þátt á hverju ári og get ekki sleppt því.
Ísar: Ja, sko ég er í þessu á vegum skólans og fæ einingar fyrir og svo hef ég líka bara áhuga á þessu.
Getið þið sagt mér frá söguþræði leikritsins?
Ísar: Þetta fjallar um sögu John Merricks og um fólkið í kringum hann.
Birta: Þetta fjallar líka um hans þróun í gegnum síðustu ár ævi hans og áhrif sjaldgæfs sjúkdóms á þá ævi.
Við hverju mega áhorfendur búast?
Ísar: Drama, skemmtun og gráti
Birta: Hlátri, bara einstakri upplifun.
Hvað þarf leikhópurinn og/eða leikstjóri að búa yfir til að svona verkefni gangi upp? 
Ísar: Traust, einbeiting og fókus.
Birta: Þolinmæði, samvinnu, sköpunar­gáfu og hugmyndaflæði.
Getið þið lýst fyrir okkur ferlinu við að setja upp leiksýningu, og hvernig hefur það gengið?
Ísar: Við byrjum á að setjast niður og lesa saman handritið, og síðan fljótlega förum við að vinna uppi á sviði.
Birta: Og við fáum hlutverkin okkar og byrjum að þróa persónurnar.
Ísar: Við erum á hverjum degi frá kl. 18-22 að vinna í allskonar senum, texta og stöðum.
Birta: Þegar nær dregur sýningu bætast við ljós, hljóð og smink. Ferlið er rúmar átta vikur og mikil keyrsla, en hefur gengið bara mjög vel.
Ísar: Sammála því. Þetta er öðruvísi sýning en við erum vön, sem tók meira á, bæði andlega og líkamlega, t.d að koma sér í karakter og átta sig á hver hann er og hvað hann gerir.
Teljið þið mikilvægt að bæir eins og Höfn hafi starfandi öflugt leikfélag?
Birta: Algjörlega.
Ísar: Já, algjörlega.
Birta: Svona starf ýtir undir félagslíf, menningu og sköpunargáfu. Þetta er góð leið til að víkka sjóndeildarhringinn og fara út fyrir þægindarammann.
Hverjir eru í stjórn leikfélagsins?
Birta: Við Ísar, Helgi Sæmundsson, Ingólfur Baldvinsson og Sigríður Þórunn Þorvarðardóttir.