Fléttubönd

0
1272

Bókaforlagið Ormstunga gefur út bókina Fléttubönd eftir Stefán Sturlu.
Þetta er önnur bókin í glæpasögu þríleiknum um Lísu og samstarfsfólk hennar. Fyrsta bókin Fuglaskoðarinn kom út fyrir ári og naut mikilla vinsælda.
Hver bók er sjálfstæð saga. Tíminn sem líður í söguheimi bókanna er sá sami og tíminn milli útgáfu bókanna. Við kynnumst því stöðu sögupersónanna og hvernig líf þeirra snýst um vinnu, líkfundarmál, heimilisofbeldi, erfiðar minningar og hið daglega … að lifa.

„Öldurnar brotnuðu og reyndu að ná til hennar. Sporin í sandinum máðust út þegar sjórinn þvoði fjöruna og lék um fætur hennar. Án þess að gera sér grein fyrir því var hún orðin rennandi vot langt upp fyrir hné. Hún fann ekki fyrir kuldanum. Í rauninni fann hún ekki fyrir neinu. Hún gekk lengra út í sjóinn. Tilfinningar hennar voru á þessu augnabliki við sama hitastig og sjórinn, rétt fyrir ofan núll gráður.“

fra Sigga MarStefán Sturla verður með útgáfuhóf í föstudagshádegi í Nýheimum milli klukkan 12 – 13 þar sem hann spjallar við gesti, les úr nýju bókinni. Hægt verður að fá bókina keypta og áritaða á staðnum.