Viltu vera Gleðigjafi?

0
457

Þegar haustar þá fara söngfuglarnir á stjá, og eru Gleðgjafar þar engin undantekning. Vart þarf að kynna hópinn, hann hefur tekið fullan þátt í menningarlífi/sönglífi staðarins. Innanborðs eru þetta hátt á þriðja tug söngmanna, en alltaf verða skil af og til. Síðasta starfsár var mjög fjölbreytt og sungum við víða og stefnum á að halda góðum dampi í vetur. Kórinn æfir einu sinni í viku í Ekrusalnum, á þriðjudögum klukkan 17:00, klukkutíma í senn. Við erum eins og allir kórar á landinu að sverma fyrir fólki, fólki sem hefur gaman af að syngja en í okkar tilfelli þarf að vera orðið sextugt. Bassar úti í bæ……komið og látið í ykkur heyra…….sópranar komið líka………..og látum vel í okkur heyra í vetur. Þarf ekki að taka það fram að Gleðigjafar er stórskemmtilegur hópur sem virkilega er gaman að starfa í. Hafið samband við mig, eða einhvern annan í kórnum, og við byrjum af krafti um miðjan október.
Nú er bara að drífa sig með kærri kveðju.
Gulla Hestnes