Vel heppnuð fjölbreytileikavika

0
203

Síðastliðna viku stóð sveitarfélagið Hornafjörður fyrir fjölbreytileikaviku til þess að vekja athygli á og fagna þeirri fjölbreyttri mannflóru sem sveitarfélagið býr yfir. Vikan fór fram með ýmisskonar uppákomum og fræðslu sem tengjast fjölbreytileikanum. Channel Björk Sturludóttir frá Mannflórunni kom og hélt fræðslu um fjölbreytileika og fjölmenningu í íslensku samfélagi. Mannflóran er fræðsluvettvangur og samfélag fyrir þá sem vilja fagna fjölmenningu á Íslandi og auka sýnileika fólks af erlendum uppruna í íslensku samfélagi. Menningarmiðstöðin bauð upp á myndatöku fyrir alla sem höfðu áhuga á, teknar voru 150 myndir af allskonar fólki sem eru til sýnis í Nýheimum. FAS stóð fyrir ýmisskonar fræðslu og uppbrotum í skólanum og vikan endaði svo á samverustund í Nýheimum þar sem nemendur í 3. bekk upp í 7.bekk sungu lagið Gordjöss við undirleik meðlima úr lúðrasveit Tónskóla Austur[1]Skaftafellssýslu og gestir gátu gætt sér á kökum og kaffi. Vikan var hin fróðlegasta og fjölbreytileikanum vel fagnað.