Vegstytting yfir Hornafjarðarfljót

0
1341

Bæjarráð Sveitarfélagsins Hornafjarðar gerir alvarlegar athugasemdir við að vegstytting yfir Hornafjarðarfljót skuli ekki vera að fullu fjármögnuð í samgönguáætlun, margra ára undirbúningsvinnu er lokið og framkvæmdaleyfi hefur verið gefið út.
Bókun bæjarráðs frá fundi þess 1. október.

„Bæjarráð Sveitarfélagsins Hornafjarðar „gerir alvarlegar athugasemdir við og lýsir miklum vonbrigðum yfir að vegstytting yfir Hornafjarðarfljót (hringvegur um Hornafjörð) skuli ekki vera að fullu fjármögnuð á samgönguáætlun og að framkvæmdum verði frestað til 2021. Það hefur verið einhugur í bæjarstjórnum undanfarinna ára um framkvæmdina. Margra ára undirbúningsvinnu er lokið og framkvæmdaleyfi hefur verið gefið út. Bæjarráð skorar á samgönguráðherra og þingmenn að endurskoða framlagða áætlun. „

Fh.
Matthildar Ásmundadóttur bæjarstjóri
S. 692 9015