Síðasta laugardag fór fram útskrift í FAS. Vegna takmörkunar á því hversu margir mega koma saman var útskrifað í tveimur hópum. Venjan er að skólameistari sjái um útskrift, en að þessu sinni voru það nokkrir kennarar ásamt skólameistara sem sáu um að ávarpa og kveðja útskriftarefni.
Meðal útskriftanemenda núna voru tvær stúlkur sem tóku sitt stúdentspróf í fjarnámi frá FAS. Þær gerðu sér ferð til Hafnar til að vera viðstaddar útskriftina og voru að koma í skólann sinn í fyrsta skipti. Það var einstaklega ánægjulegt að hitta þær.
Að þessu sinni útskrifast 14 stúdentar, einn nemandi lýkur námi í fjallamennsku, tveir nemendur ljúka framhaldsskólaprófi, fjórir nemendur ljúka A stigi vélstjórnar og einn nemandi útskrifast af sjúkraliðabraut frá VA í gegnum Fjarmenntaskólann.
Nýstúdentar eru: Arnar Geir Líndal, Egill Jón Hannesson, Eyrún Guðnadóttir, Fjóla Hrafnkelsdóttir, Freyja Sól Kristinsdóttir, Gísli Þórarinn Hallsson, Hekla Natalía Sigurðardóttir, Helena Fanney Sölvadóttir, Ívar Kristinsson, Kristján Darri Eysteinsson, Kristófer Daði Kristjánsson, María Magnúsdóttir, Oddleifur Eiríksson og Ragnar Ágúst Sumarliðason.
Kristján Bjarki Héðinsson lýkur námi í fjallamennsku. Birna Rós Valdimarsdóttir og Þorsteinn Kristinsson útskrifast af framhaldsskólabraut. Auðbjörn Atli Ingvarsson, Janus Gilbert Stephensson, Kári Svan Gautason og Óttar Már Einarsson ljúka A stigi vélstjórnar og Regianne Halldórsdóttir útskrifast af sjúkraliðabraut.
Bestum árangri á stúdentprófi að þessu sinn náði Oddleifur Eiríksson.
Starfsfólk FAS óskar útskriftarnemendum öllum til hamingju með áfangann og óskar þeim velfarnaðar í framtíðinni.