Ungir Hornfirðingar slá í gegn á hestamannamóti

0
402

Ístölt Austurlands 2023 fór fram á Móvatni í febrúar. Þar fóru ungar og efnilegar hornfiskar hestakonur með sigur af hólmi í sínum greinum. Í B-flokki sigraði Elín Ósk Óskarsdóttir á Ísafold frá Kirkjubæ með einkunnina 8,76, í 2. sæti var Snæbjörg Guðmundsdóttir á Dís frá Bjarnanesi með einkunnina 8,67. Ída Mekkín Hlynsdóttir og Marín frá Lækjarbrekku unnu síðan í tölti T7, 17 ára og yngri, með einkunnina 7,38 í 2. sæti var Elín Ósk á Söru frá Lækjarbrekku, með einkunnina 6,88. Hryssurnar sem Elín og Ída kepptu á í töltinu eru úr ræktun afa þeirra og ömmu að Lækjarbrekku í Nesjum.