Umhverfisvænni hátíð

0
502

Hefðbundið jólahald getur seint talist umhverfisvænt. Það eru þó ýmislegt sem við getum gert til þess að lágmarka umhverfisáhrif hátíðahaldanna.
Hér koma nokkrir punktar sem gott er að hafa í huga!

 • Gefðu heimatilbúna gjöf.
 • Gefðu upplifun.
 • Gefðu áskrift
 • Gefðu bágstöddum.

Innpökkun

 • Notum einfaldan maskínupappír sem auðveldara er að endurvinna
 • Endurnýtum dagblöð, tímarit eða plaköt sem gjafapappír og útkoman getur orðið mjög frumlegur jólapakki.
 • Göngum vel frá pappírnum sem gjafirnar okkar voru í og notum aftur að ári.
 • Allur gjafapappír má fara í endurvinnslu tunnuna en gjafa borðar og límbönd henta ekki til endurvinnslu.

Hátíðar matur

 • Temjum okkur vistvænar matarhefðir og reynum að halda matarsóun í lágmarki.

Hvernig jólatré?

 • Á Íslandi gildir að ef við ætlum að kaupa tré þá ætti það að vera ræktað á Íslandi og best er ef það hefur verið ræktað nálægt okkur. Kosturinn við íslenskt ræktuð tré er oft sá að skógræktarfélögin þurfa að grisja skógana á hverju ári svo við getum verið að kaupa tré sem hvort sem er þarf að fella.
 • Hægt er að kaupa erlend sígræn tré en ókosturinn við þau er að í einhverjum tilfellum eru þau ræktuð á stórum ökrum og notað til þess töluvert af eitri og efnum til að auka vöxt þeirra. Þessi tré þarf líka að flytja um langan veg til Íslands sem kostar eldsneyti og veldur losun gróðurhúsalofttegunda.
 • Margnota tré getur verið betri kostur séu þau notuð í tugi ára, þá eru umhverfisáhrifin frá framleiðslu þeirra orðin minni en losunin frá ræktun og förgun lifandi trjáa. Hér þarf að athuga að flest plasttrén eru framleidd í Asíu og unnin, eins og annað plast, úr olíu, framleiðslan er orkufrek og flytja þarf trén um langan veg til Íslands. Þegar trjánum er hent verða þau að plastúrgangi sem misgott getur verið að endurvinna, ef tréð er í fyrsta lagi flokkað til endurvinnslu.

Áramót og flugeldar

 • Áramót á Íslandi er líklega ein mest einnota hátíð landsins. Hattarnir, skrautið, innisprengjurnar og aðallega skoteldarnir gleðja okkur í stutta stund en því miður geta umhverfisáhrifin verið langvarandi.
 • Efnasamböndin sem er að finna í skoteldum hafa mismunandi tilgang, sum eru eldsneyti eða bindiefni og svo eru það litarefnin sem gefa okkur fallega sýningu. Sum þeirra efna sem notuð eru flokkast sem þrávirk efni. Þessi efni brotna hægt niður í náttúrunni sem leiðir af sér að þau hafa mikinn hreyfanleika í umhverfinu en safnast svo helst saman í dýrunum sem eru ofarlega í fæðukeðjunni.
 • Veljum vel þá flugelda ef við ákveðum að kaupa slíkt. Það er vel hægt að styrkja t.d björgunarsveitirnar án þess að kaupa flugelda.
 • Kaupum skraut sem við getum notað ár frá ári, minna af einnota hlutum þýðir minna rusl

Að lokum vill umhverfisfulltrúi benda íbúum á þeir bera ábyrgð á að koma jólatrjám og áramóta rusli, þegar að því kemur, á viðurkennda staði. Ekki skilja það eftir við lóðarmörk. Klippikort 2021 í gámaport á Höfn verða aðgengileg strax á nýju ári í ráðhúsi sveitarfélagsins.
Gleðilega hátíð!

Anna Ragnarsdóttir Pedersen
umhverfisfulltrúi Sveitarfélagsins Hornafjarðar