UMF Sindri fær veglegan styrk

0
252

Á dögunum barst okkur hjá Sindra 600.000 kr. styrk frá þeim góðu konum er standa að Hirðingjunum á Hornafirði. Einnig barst okkur annar styrkur frá ónefndum aðila og saman gerði stuðningur þeirra okkur kleift að kaupa fyrir félagið tvær Live Veo myndavélar, aukahluti og ársáskrift, sem gerir það að verkum að hægt verður að sýna leiki félagsins í beinu streymi á netinu. Þá munu stærri deildir okkar, körfuknattleiksdeildin og knattspyrnudeildin geta nýtt upptökur af keppnisleikjum til þess að leikgreina og nýta í faglegt starf þjálfarana. Yngri flokkarnir munu einnig notast við myndavélarnar í sama tilgangi og meistaraflokkarnir og því frábær viðbót við þá góðu umgjörð sem við erum að byggja í kringum starfið okkar. Við hjá Sindra þökkum Hirðingjunum og öðrum stuðningsaðilum fyrir þeirra ómetanlega framlag til félagsins með kærleik og virðingu og þá sérstaklega Hirðingjunum fyrir þeirra óeigingjarna starf.

 Fyrir hönd Ungmennafélagsins Sindra, Margrét Kristinsdóttir