Tölt með tilgangi

0
1426

Alheimshreinsunardagurinn(world cleanup day) fór ekki framhjá Hornfirðingum enda efndu Umhverfis­samtök Austur-Skaftafellssýslu til hreinsunarátaks með íbúum í tilefni dagsins, 15. september síðastliðin. Viðburðurinn, sem kallaðist Tölt með Tilgangi, fór frá Nýheimum kl. 13 og tóku alls um 40 manns þátt. Meiri hluti bæjarins var genginn og fylltust margir pokar af allskonar rusli, helst má nefna einnota plast og sígrettustubba. Að töltinu loknu bauð Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins til Seljavallarborgara í Skreiðarskemmunni þar sem við áttum góða stund saman.
Síðast liðið ár hafa Umhverfissamtökin haldið tvo stóra viðburði, strandhreinsun á Breiðamerkursandi síðastliðið haust og nú í vor strandhreisnun í Óslandi. Í vetur ætlum við að huga betur að nærsamfélaginu og fara reglulega í stuttar tölt ferðir um og í nágrenni Hafnar. Töltið er hugsað sem skemmtileg fjölskylduafþreying og auðveld hreyfing fyrir alla aldurshópa. Við hvetjum alla til að leggja sitt á vogarskálarnar því öll viljum við búa í hreinu og fallegu samfélagi og sporna gegn því að plast og annað rusl brotni niður í náttúrunni. Næsta Tölt verður farið laugardaginn 13. október kl. 11 frá tjaldsvæðinu og ætlum við að stefna þaðan eftir strandlengjunni inn í sveit, eftir því sem tíminn leyfir. Áhugasamir eru hvattir til að líka við facebook síðuna okkar “Umhverfissamtök Austur-Skaftafellssýslu” þar sem við auglýsum alla viðburði samtakanna.