Þrettándagleði Ungmennafélagsins Mána

0
796
Björgunarfélag Hornafjarðar sá um flugeldasýninguna

Síðastliðinn sunnudag var haldin Þrettándagleði í Nesjum og var hún með öðru sniði en undanfarin ár. Veðrið hafði þau áhrif að þrettándabrennan var degi fyrr en breytingin var þó aðallega sú að nú var endurvakin sú hefð að halda þrettándann með álfum og huldufólki. Elín Birna Olsen Vigfúsdóttir saknaði þeirrar gömlu hefðar að þrettándinn væri haldinn hátíðlegur með álfareið með álfakonungi og drottningu, prinsi og prinsessu ásamt fjölda af tröllum og púkum. Hún fékk Hafdísi Hauksdóttur með sér í lið og saman fóru þær í að undirbúa og skipuleggja hátíðina með Ungmennafélaginu Mána. Björgunarfélag Hornafjarðar sá um flugeldasýninguna og Ungmennafélagið Máni bauð upp á kleinur og heitt kakó fyrir gesti. Elín segir að stefnt sé á að stækka hátíðina að ári og að fólk sé ánægt með þessa breytingu og að margir hafi saknað þessarar þrettánda stemningar eins og hún og sjálf.
Flott framtak og við vonum að þessi hefð fái að njóta sín næstu ár og hlökkum til að sjá hvernig tekst til að ári.

Kristján Vilhelm Gunnarsson og Vigdís Björk Jónsdóttir í hlutverkum álfakóngs og drottingar