Þorvaldur þursar 2.nóvember

0
225

Gagnsæi-spilling

Þótt Ísland komi yfirleitt vel út í alþjóðlegum samanburði hvað varðar spillingu berast samt stöðugar fréttir af spillingu í íslensku viðskipta- og stjórnmálalífi og ákveðið úrræðaleysi við að uppræta hana. Spilling er andstæðan við gagnsæi. Gagnsæi er ekki í hávegum haft víða í samfélaginu. Eftirlit með spillingu er
í raun af skornum skammti.
Umræðan til dæmis í kringum bankasöluna er dæmi um hvernig hlutirnir fóru úr böndunum. Græðgin og spillingin tóku völdin. Reglur og lög voru sniðgengin.
Nokkrir voru leystir frá störfum, en fengu milljónir í starfslokasamninga. Bar einhver ábyrgð? Ráðherra hafði stólaskipti við samráðherra. Gerði það til að á kæmist vinnufriður. Ráðherrann var svo sem ekki sammála niðurstöðu opinberrar skýrslu og ljóst að hann taldi sig ekki bera ábyrgð. Ekki benda á mig sagði skáldið. Þannig fór um sjóferð þá. Spilling eykur fátækt og hún grefur undan lýðræði og vernd mannréttinda, veikir hagkerfið, hefur skaðleg áhrif á viðskiptalífið og eyðir trausti á opinberum stofnunum. Hvað segir almenningur um málið?
Þjóðin lætur þetta yfir sig ganga eins og svo margt annað, til dæmis hæstu stýrivexti á norðurslóðum, hæstu vexti og hæstu verðbólgu. Er komið að því að almenningur í landinu þurfi að gera uppreisn?

Kveðja Þorvaldur