Það verður líf og fjör á Höfn um Verslunarmannahelgina

0
1171

Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Höfn dagana 1.-4. ágúst (verslunarmannahelgin). Mótin hafa vaxið og sannað gildi sitt sem glæsilegar fjölskyldu-og íþróttahátíðir þar sem saman koma börn og ungmenni ásamt fjölskyldum sínum og taka þátt í fjölbreyttri dagskrá. Á móti sem þessu þurfa margar hendur að hjálpast að svo allt gangi vel fyrir sig. Kristín Ármannsdóttir hefur tekið að sér stöðu starfsmannastjóra og allir þeir sem hafa áhuga á að gerast sjálfboðaliðar og hjálpa til hluta úr degi eða alla helgina, endilega hafið samband við Kristínu og hún tekur glöð á móti öllum skráningum.
Frjálsíþróttadeildin stendur fyrir dómaranámskeiði dagana 27. og 28. maí fyrir þá sem vilja starfa á frjálsíþróttavellinum. Kennt verður báða dagana frá kl. 19-22.
Á fyrra kvöldinu verður farið yfir almenn atriði er varða dómgæslu og hlaupagreinar.
Seinna kvöldið verða teknar fyrir vallargreinar, þ.e. stökk og köst. Í boði er fullt námskeið sem lýkur með skriflegu prófi og að því loknu, og með viðunandi árangri, hefur þátttakandi hlotið réttindi héraðsdómara í frjálsíþróttum sem hafa gildistíma til loka árs 2023. Þeir sem hafa áður hlotið héraðsdómararéttindi fyrir meira en fjórum árum, geta endurnýjað réttindi sín með því að taka skriflega prófið án þess að sitja námskeiðið. Þá er einnig í boði að taka einungis almenna hlutann og svo hlaup, stökk eða köst og þar með fá réttindi greinadómara í hlaupum, stökkum eða köstum. Ekki þarf að taka próf ef einungis er ætlunin að ná sér í réttindi greinadómara.
Kennari á námskeiðinu verður Þorsteinn Þorsteinsson, formaður dómaranefndar Frjálsíþróttasambands Íslands, FRÍ.
Hægt er að sjá meira um námskeiðið á Facebook viðburðinum ,,Dómaranámskeið fyrir Unglingalandsmótið á Höfn“
Skráningar á námskeiðið sendist til:
Önnu Bjargar abk@simnet.is
Berglindar: berglind@glacieradventure.is