Takk fyrir frábærar móttökur

0
1214

Fyrir hönd Lista- og menningarsviðs FAS vil ég þakka Hornfirðingum og öðrum gestum fyrir frábæra móttöku á leiksýningunni Ronju ræningjadóttur sem sýnd var í leikhúsi Nýheima í mars. Uppselt var á allar sýningar og sýnir það áhuga heimamanna á starfi nema á listabrautum FAS. Þetta gefur góð fyrirheit um að Framhaldsskólinn á Höfn sé á réttri leið með að bjóða nemendum sínum uppá nám í listfögum. Aðsókn í námið á skólaárinu 2017-2018 fór fram úr björtustu vonum. Á næsta skólaári verður boðið uppá nám í hinum ýmsu listfögum og er von skólans og áhersla að styðja nemendur og aðstoða hvern einstakling í að finna þá leið sem hentar hverjum og einum. Listnám hefur marg sannað gildi sitt það er bæði nærandi fyrir sálina og styrkjandi.

Ronja hópur
Fjórða iðnbyltingin svokallaða er hafin. Þar sem gervigreind vélmenna er að taka við færibandavinnu gamla tímans. Í fjórðu iðnbyltingunni er hugur manneskjunnar, frumkvæði og skapandi hugsun dýrmæti framtíðarinnar. FAS er skóli sem býður nemendum sínum nám á lista- og menningarsviði sem leiðbeinir nemendum að takast á við sjálfstæð vinnubrögð og skapandi hugsun. Kæru Hornfirðingar, takk fyrir skólaárið sem er að líða.

Stefán Sturla
Umsjónarmaður og kennari
Lista- og menningarsviðs FAS