Sveit Golklúbbs Hornafjarðar Austurlandsmeistarar í golfi

0
407

Sveitakeppni Austurlands í kvennaflokki var haldin á Silfurnesvelli um liðna helgi en keppnin hefur legið niðri frá árinu 2015. Golfklúbbur Hornafjarðar (GHH) sendi tvær sveitir til leiks að þessu sinni en auk þeirra komu tvær sveitir frá Golfklúbbi Norðfjarðar (GN) og ein frá Golfklúbbi Seyðisfjarðar (GSF). Segja má að veðurguðirnir hafi átt sinn þátt í því að mótið var sérstaklega fjölbreytt að þessu sinni og fengu kylfingar að spreyta við ýmsar aðstæður. Sveit GHH 1 vann með nokkrum yfirburðum og sigraði í öllum sínum leikjum á mótinu og endaði með 4 stig úr viðureignunum og 10,5 sigra í leikjum af 12 mögulegum. Úrslit mótsins voru eftirfarandi:

  1. sæti GHH 1 – 4 stig – 10,5 leikir unnir.
  2. sæti GSF – 2 stig – 7 leikir unnir.
  3. sæti GN 2 – 2 stig – 4,5 leikir unnir.
  4. sæti GN 1 – 1 stig – 5 leikir unnir
  5. sæti GHH 2 – 1 stig – 3 leikir unnir

Í sveit GHH 1 voru Jóna Benný Kristjánsdóttir, Bergþóra Ólafía Ágústsdóttir, Lilja Rós Aðalsteinsdóttir og Erla Þórhallsdóttir auk liðstjórans Önnu Eyrúnar Halldórsdóttur.
Í sveit GHH 2 voru Friðþóra Ester Þorvaldsdóttir, Sigríður Birgisdóttir, Inga Kristín Sveinbjörnsdóttir, Matthildur Ásmundardóttir, Jóna Margrét Jóhannesdóttir og Alma Þórisdóttir auk liðsstjórans Halldóru Katrínar Guðmundsdóttur.
Mótsstjóri og dómari var Gestur Halldórsson og hélt hann vel utan um alla hluti, m.a. að sópa vatni af flötum þegar þess gerðist þörf.
Gaman er að segja frá því að GHH eru nú Austurlandsmeistarar í bæði kvenna- og karlaflokki, líklega í fyrsta skipti í sögunni, og verður gaman að fylgjast með keppnisliðunum okkar í framtíðinni.
Um næstu helgi er lokamót sumarsins, kjötsúpumótið stórskemmtilega. Raðað verður í tveggja manna lið eftir forgjöf og leikið eftir Texas Scramble fyrirkomulagi.

Mótanefnd GHH