
Miðvikudaginn 30. ágúst var skrifað undir samning um styrkveitingu til að þróa nám í afþreyingarferðaþjónustu. Styrkurinn er undir merkjum menntaáætlunar Evrópusambandsins, Erasmus + og er til þriggja ára. Styrkupphæð er um 45 milljónir og er þetta hæsti styrkur sem var veittur á vegum menntaáætlunarinnar í ár á Íslandi.
Samstarfslöndin eru Ísland, Skotland og Finnland. Auk FAS koma Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Hornafirði og Ríki Vatnajökuls að verkefninu af Íslands hálfu. Í Finnlandi og Skotlandi koma samtök fyrirtækja í afþreyingarferðaþjónustu, skólar og rannsóknastofnanir að verkefninu.
Það er FAS sem að hefur yfirumsjón með verkefninu en því er ætlað að efla menntun í afþreyingarferðaþjónustu og gera skólana betur í stakk búna til að sinna þörfum fyrirtækja og um leið að efla rannsóknir á menntun í ferðaþjónustu.
Við erum að vonum afar ánægð og vonumst til að verkefnið styrki og efli ferðaþjónustu enn frekar.
Tekið af www.fas.is