Stíll hönnunarkeppni

0
457

Um helgina fóru undirrituð til Reykjavíkur til að keppa í Stíl sem er árleg hönnunarkeppni á milli félagsmiðstöðva. Í keppninni í ár voru 18 lið frá 16 félagsmiðstöðvum og lentum við í 3. sæti og erum við mjög stolt af árangri okkar. Þemað í ár var geimurinn og hönnuðum við og saumuðum kjól með tilvísun í tunglið og var módelið okkar gyðja tunglsins. Við sáum líka um að farða og greiða módelinu okkar. Þetta ferli var mjög skemmtilegt en á sama tíma mjög krefjandi. Að fá að taka þátt í þessari keppni fyrir hönd Þrykkjunnar var mikill heiður og hvetjum við alla unglinga til þess að taka þátt í Stíl, en áður en við fórum suður unnum við í undankeppninni á Höfn. Sunna Guðmundsdóttir var leiðbeinandinn okkar og viljum við þakka henni fyrir alla hjálpina, allt peppið og bara fyrir að vera svona frábær. Eins viljum við þakka þeim fyrirtækjum og einstaklingum sem studdu okkur en það voru Sveitarfélagið Hornafjörður, Litla Horn, Skinney-Þinganes, Róbert Matthíasson og foreldrar okkar.

Petra Rós, Róbert Þór og Eva Ósk