Keppnin Sterkasta kona Íslands 2017 fór fram helgina 2. – 3. september á Akureyri. Keppt var í loggalyftu, réttstöðulyftu, uxagöngu, hleðslugrein og helluburði.
Í -82 kg flokki sigraði Hornfirðingurinn Lilja B. Jónsdóttir og í 2. sæti varð Margrét Ársælsdóttir. Frábær árangur hjá þessari kraftmiklu íþróttakonu.
Í opnum flokki sigraði Zane Kauzena, í 2. sæti Ragnheiður Ósk Jónasdóttir, í 3. sæti Berglind Rós Bergsdóttir, í 4.sæti Ingibjörg Óladóttir, í 5-6.sæti Anna Heiður Heiðarsdóttir og Ragnheiður Guðmundsdóttir, í 7.sæti Harpa Rún Eysteinsdóttir og í 8.sæti Selma Hrönn Vilhjálmsdóttir.
Over-all sigurvegari var einnig Zane Kauzena, í 2. sæti varð Lilja B. Jónsdóttir og í 3. sæti varð Ragnheiður Ósk Jónasdóttir sem sló einnig Íslandsmetið í loggalyftu í +82 kg flokki þegar hún lyfti 80 kg loggi. Við óskum Lilju til hamingju með titilinn.