Starfsemi Fræðslunetsins

0
1126
Nemendur sem luku íslensku 2 á vegum Fræðslunetsins

Fræðslunetið – símenntun á Suðurlandi er sjálfseignarstofnun í eigu fjölmargra félaga, sveitarfélaga og fyrirtækja á Suðurlandi. Á ári hverju fá á milli 1.200 – 1.400 manns á Suðurlandi einhverskonar fræðslu á vegum Fræðslunetsins.
Fræðslunetið sér um og skipuleggur nám og námskeið fyrir fullorðið fólk. Námsúrræðin eru af ýmsum toga; starfstengt nám og endurmenntun, námsleiðir sem gefa einingar á framhaldsskólastigi, nám fyrir fatlað fólk og námskeið fyrir fólk í starfsendurhæfingu. Þá sér Fræðslunetið um að skipuleggja námskeið eftir óskum fyrirtækja og stofnana, greinir fræðsluþarfir þeirra og útbýr fræðsluáætlanir til langs tíma í kjölfarið.
Á vorönn hefur ýmislegt verið í gangi hjá Fræðslunetinu á Höfn. Þar má nefna Fagnám í umönnun fatlaðra sem hófst síðastliðið haust, íslenska fyrir útlendinga (stig 2 og 3), smáréttanámskeið og núvitundarnámskeið fyrir íbúa, ýmis námskeið fyrir fatlaða og nú á vormánuðum mun fara fram raunfærnimat. Að auki hefur Fræðslunetið tekið að sér að skipuleggja og halda utan um ýmsa fræðslu fyrir sveitarfélagið og fyrirtæki í sveitarfélaginu.
Á haustönn 2018 hefur nú þegar verið ákveðið að bjóða upp á fjarnám í félagsliðabrú og leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrú, menntastoðum (dreifnám) og íslensku fyrir útlendinga.
Verkefnastjóri Fræðslunetsins á Höfn er Sædís Ösp Valdemarsdóttir félagsráðgjafi og er hún við alla virka daga frá kl. 08:00 – 16:00. Þá má finna viðamiklar upplýsingar um Fræðslunetið og námsframboð hverju sinni á heimasíðu þess.
Sædís Ösp Valdemarsdóttir
Verkefnastjóri
Sími: 842-4655
Netfang: saedis@fraedslunet.is
Vefsíða: www.fraedslunet.is