Skiptinemaönnin mín á Íslandi

0
135

Til að byrja með, verð ég að biðjast afsökunar því að áður en ég kom hingað þá vissi ég ekki hvernig á að bera fram Höfn. Af hverju er F eins og P? Ég lofa að það verður leiðrétt af mér í framtíðinni. Hæ, ég heiti Pia og ég er skiptinemi frá Þýskalandi. Ég er í ellefta bekk og ákvað að vera seinni önn ársins í öðru landi, nefnilega Íslandi. Bara það að reyna að komast hingað var ævintýri. Ég eyddi mörgum klukkutímum á google kortum að leita að skólum sem hefðu vefsíður (hugsanlega var samt til auðveldari leið). Ég skrifaði í kringum tólf bréf, vorið 2022, og einungis tveir skólar svöruðu. Annar sagði mér á ekki mjög góðri ensku að þeir styddu ekki við hluti eins og þetta, hinn vildi að ég borgaði 10.000 Evrur. Afskaplega óheppilegt. Allt í einu, alveg óvænt fékk ég skilaboð tilbaka frá FAS og komst í samband við Hjördísi. Samt litu hlutirnir ekki vel út fyrir mig og ég gerði ekki ráð fyrir að fara eitt eða neitt því þangað til í október var ég ekki með fjölskyldu á Íslandi. Kannski er ég bara óþolinmóð.

Ég kom 2. janúar. Það var gott ferðaveður. Við vorum bara níu klukkutíma frá Reykjavík til Hafnar. Á fyrsta degi skólans sá ég að frí tíminn minn yrði að minnsta kosti ekki leiðinlegur. Margrét bauð mér á blak æfingu, Laufey bað mig að hjálpa til í leikhúsinu og Amylee var mjög til í að ég gengi í hljómsveitina. Fyrir utan þetta þá hef ég líka gaman af því að vera með fjölskyldunni minni hér.

Stundum förum við út að ganga, suma daga tekur Hildur mig með í hesthúsið. Við förum í heimsókn til fjölskyldunnar og hittum vini og það bætast við fleiri og fleiri sem ég þekki. Svo, að sjálfsögðu, er skólinn. Mér líkar skólinn hér. Hann er mikið minni en sá sem ég er vön og ekki jafn strangur. Ég held að ég komi til með að sakna andrúmsloftsins og viðhorfsins þegar ég fer aftur í minn skóla í Þýskalandi. Lífið ekki á hlaupum og alltaf hægt að fá hjálp. Ég prófaði líka fög sem voru alveg ný fyrir mig. Saumar til dæmis og íslenska, að sjálfsögðu, sem ég, þökk sé Línu, skil dálítið í eftir önnina.

En förum aftur til þess sem tekur mest af tíma mínum þessa stundina: Fókus. Þetta byrjaði allt með hljómsveitar klúbbi. Að minnsta kosti það er það sem ég hélt. Þegar ég kom fyrst í tónlistarskólann til að hlusta á þær spila sín eigin lög var ég alveg orðlaus og hugsaði að þær ættu virkilega að gera meira úr þessu. Það kom í ljós að var komið í gang. Í mars/ apríl tókum við þátt í Músiktilraunum og unnum, augljóslega. Ég er svo þakklát að ég var, og er enn, hluti af þessu öllu. Eftir Músiktilraunirnar fórum við og spiluðum á Aldrei Fór Ég Suður á Ísafirði og það var ótrúleg reynsla og þetta heldur áfram og verður viðburðaríkt sumar.

Að lokum, ég vil þakka öllum sem gerðu þessi skipti fyrir mig möguleg.

Takk FAS og Hjördís, gesta fjölskyldan mín, Fókus og allir sem gerðu þessa mánuði að ótrúlegri reynslu.