Skilaboð frá krökkunum til ökumanna

0
1613

Nú er nýafstaðin umferðarvika, 4. til 9. september, í leik­skólanum Sjónarhól. Unnu krakkarnir þar sam­­visku­lega að verkefnum tengdum umferðaröryggi auk þess sem lögreglan kíkti í heimsókn. Þá könnuðu krakkarnir bílbeltanotkun á gatnamótum Hafnar- og Víkurbrautar. Kom sú könnun ekki nægilega vel út að þeirra mati og vilja krakkarnir beina því til ökumanna og farþega í bifreiðum að nota bílbelti. Þau geti bjargað mannslífum.

Kveðja frá Sjónarhóli og lögreglunni á Suðurlandi