Sindri Íslandsmeistarar í 2. deild

0
2198

Það skalf allt og nötraði í íþróttahúsinu laugardaginn 14. apríl þegar meistaraflokkur karla í körfubolta háði úrslitaleik við sterkt lið KV frá Reykjavik. Troðfull stúka, trommur, tónlist, þriggja stiga körfur og troðslur var bara smjörþefurinn af því sem koma skal. Lokatölur 82-77, stórkostlegur sextándi sigur í röð og með því komnir upp í 1. deild á næsta leiktímabili. Stjórn körfuknattleiksdeildarinnar vill þakka öllum þeim fjölmörgu sem komu að þessum frábæra árangri hjá drengjunum og þá sérstaklega styrktaraðilum og stuðningsmönnum án þeirra hefði þessi árangur ekki orðið að veruleika. Einnig óskum við strákunum og þjálfara til hamingju með árangur og frábært starf í vetur.

sindri2Síðar um kvöldið var svo uppskeruhátíð fyrir meistaraflokk karla þar sem árið var gert upp og veittar viðurkenningar. Mikilvægasti leikmaður tímabilsins var Jordan Jacks. Efnilegastur Ivan Kecik, besti varnarmaðurinn Árni Þorvarðarson, besti félaginn Sigurður Hallsson og mestu framfarir hlaut Bartek Sk. Einnig var veitt viðurkenning fyrir vel unnin störf fyrir deildina í gegnum tíðina og hana hlaut Ingvar Ágústsson. Verðlaun kvöldsins voru í boði Pakkhússins, Íshússins, Hótels Hafnar og Sundlaugar Hafnar.
Sérstakar þakkir til þeirra.