Sigrún Birna kosin formaður Ungra vinstri grænna

0
894
Sigrún Birna Steinarsdóttir

Landsfundur Ungra vinstri grænna fór fram í gegnum fjarfundarbúnað laugardaginn 10. október 2020. Þar fór fram málefnavinna og stjórnarkjör auk þess sem flutt var erindi um íbúalýðræði. Sigrún Birna Steinarsdóttir var kjörin formaður Ungra vinstri grænna til eins árs.
Sigrún Birna er 21 árs háskólanemi uppalin á Höfn í Hornafirði. Hún stundar nám við landfræði við Háskóla Íslands og hefur unnið sem landvörður sl. sumur hjá Vatnajökulsþjóðgarði. Hún hefur verið virk innan UVG sem og VG síðastliðin ár og setið í hinum ýmsu embættum, bæði hjá framkvæmdastjórn UVG, núna síðastliðið ár sem varaformaður, og í stjórn kjördæmaráðs Suðurkjördæmis.
Í framkvæmdastjórn fyrir starfsárið 2020-2021 hlutu kjör:

  • Ásrún Ýr Gestsdóttir
  • Helga Margrét Jóhannesdóttir
  • Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm
  • Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir
  • Jónína Riedel
  • Kristbjörg Mekkín Helgadóttir