Þann 9. júní samþykkti bæjarráð að veita verkefninu Römpum upp Ísland 400.000 kr styrk, en verkefnið er átaksverkefni sem felst í að setja rampa fyrir hjólastóla á 1.000 staði á Íslandi. Tilgangur verkefnisins er að auka aðgengi hreyfihamlaðra að þjónustu, verslun og veitingahúsum á Íslandi. Haraldur Þorleifsson, stjórnandi hjá Twitter og stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno, er hvatamaður verkefnisins.
Fyrstu vikurnar í júlímánuði fóru starfsmenn sveitarfélagsins og mældu fyrirtæk eftir stöðluðum verkferlum verkefnisins og völdu sex fyrirtæki. Starfsmenn verkefnisins Römpum upp Ísland voru svo á Höfn upp úr miðjum júlí og settu upp rampa við þessi fyrirtæki. Svo heppilega vill til að áttugasti rampur verkefnisins var settur upp við veitingastaðnum Úps.

Að því tilefni var hátíðleg athöfn við fyrirtækið Úps þann 21. júlí, þar sem Sigurjón Andrésson bæjarstjóri flutti erindi og Ægir Þór Sævarsson klippti á borða og vígði rampinn, Björg Blöndal og Þorkell Ragnar Grétarsson fluttu fallegt tónlistaratriði.